• mið. 20. apr. 2022
  • A kvenna
  • EM 2022
  • Landslið

Miðasölu á EM lýkur 26. apríl

Evrópumeistaramót kvenna fer fram á Englandi í sumar og verður Ísland á meðal þátttökuþjóða. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á leikina. Miðasalan fer fram á vef UEFA og stendur hún til 26. apríl.

Allt um EM á vef UEFA

Miðasöluvefur UEFA

Ísland verður í D-riðli ásamt Frakklandi, Belgíu og Ítalíu. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Belgíu þann 10. júlí á Etihad Academy Stadium í Manchester.

Riðill Íslands á EM

Uppselt er á tvo fyrstu leiki Íslands. Hægt er að nálgast miða á þriðja og síðasta leik liðsins í riðlakeppninni gegn Frakklandi þann 18. júlí á New York Stadium í Rotherham.

Öll miðasala á keppnina er í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin.

Algengar spurningar og svör

Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna