• fim. 02. jún. 2022
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2022

A kvenna mætir Póllandi ytra 29. júní

A landslið kvenna mætir Póllandi í vináttulandsleik þann 29. júní næstkomandi og er leikurinn hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir lokakeppni EM sem fram fer á Englandi í sumar. Íslenski hópurinn kemur saman hér á landi þann 20. júní og heldur síðan til Póllands 27. júní. Frá Póllandi fer liðið til Þýskalands 1. júlí þar sem það verður við æfingar áður en farið er yfir til Englands 6. júlí.

Fyrsti leikur Íslands í riðlakeppni EM er gegn Belgíu í Manchester 10. júlí, annar leikurinn gegn Ítalíu 14. júlí, einnig í Manchester, og síðasti leikurinn í riðlinum er svo gegn Frökkum í Rotherham 18. júlí. Lokahópur Íslands fyrir keppnina verður tilkynntur í annarri viku júnímánaðar.

A landslið kvenna