• mán. 20. jún. 2022
  • Landslið
  • U18 kvenna

U18 kvenna - Ísland mætir Finnlandi á miðvikudag

U18 kvenna mætir Finnlandi á miðvikudag í fyrri af tveimur vináttuleikjum þjóðanna.

Leikirnir fara báðir fram í Finnlandi. Sá fyrri verður leikinn á Lahti Stadium og hefst hann kl. 15:00. Síðari leikurinn fer fram á Nastola Urheilukeskus á föstudag og hefst hann kl. 10:00.

Hægt verður að horfa á báða leikina í beinni útsendingu á Youtube rás finnska knattspyrnusambandsins og má finna hlekk inn á hana hér að neðan.

Youtube rás finnska knattspyrnusambandsins

Hópurinn

Birna Kristín Björnsdóttir - Afturelding
Írena Héðinsdóttir Gonzalez - Breiðablik
Fanney Inga Birkisdóttir - FH
Sara Dögg Ásþórsdóttir - Fylkir
Þóra Björg Stefánsdóttir - ÍBV
Amelía Rún Fjeldsted - Keflavík
Bryndís Eiríksdóttir - KH
Eva Stefánsdóttir - KH
Auður Helga Halldórsdóttir - Selfoss
Eyrún Embla Hjartardóttir - Stjarnan
Snædís María Jörundsdóttir - Stjarnan
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Stjarnan
Aldís Guðlaugsdóttir - Valur
Mikaela Nótt Pétursdóttir - Valur
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir - Valur
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir - Þór/KA
Kimberly Dóra Hjálmarsdóttir - Þór/KA
Unnur Stefánsdóttir - Þór/KA
Freyja Karín Þorvarðardóttir - Þróttur
Katla Tryggvadóttir - Þróttur

 

Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var sagt að leiktíminn á föstudaginn væri 11:00 en leikurinn hefst klukkan 10:00 á íslenskum tíma.