• fim. 30. nóv. 2023
  • Landslið
  • U18 kvenna

U18 kvenna mætir Svíþjóð á föstudag

U18 lið kvenna tekur á móti Svíþjóð í vináttuleik á morgun, föstudag, klukkan 12:00 í Miðgarði í Garðabæ.

Leikurinn er annar vináttuleikurinn við Svíþjóð í þessari viku. U20 lið kvenna spilaði gegn Svíþjóð á þriðjudag og vann þar 1-0 sigur.

Leikurinn á morgun verður í beinu streymi á Youtube síðu KSÍ.