• fös. 01. des. 2023
  • Landslið
  • U18 kvenna

Glæsilegur sigur gegn Svíþjóð

U18 kvenna vann glæsilegan 4-1 sigur gegn Svíþjóð er liðin mættust í vináttuleik.

Leikurinn fór fram í Miðgarði í Garðabæ, líkt og leikur U20 kvenna gegn Svíþjóð á miðvikudag. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum og þær Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Berglind Freyja Hlynsdóttir sitt markið hvor.