• mið. 22. jún. 2022
  • Landslið
  • U18 kvenna

U18 kvenna - Tap gegn Finnum

U18 kvennalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Finnum í vináttulandsleik fyrr í dag. Leikurinn fór fram í Finnlandi og var þetta fyrri leikurinn af tveimur á milli liðanna í þessari viku.

Seinni leikurinn fer fram á föstudaginn klukkan 10:00 og verður hægt að fylgjast með honum í beinu streymi á ksi.is