• mið. 22. jún. 2022
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2022

Auka EM-miðar til sölu hjá KSÍ

KSÍ er með miða til sölu á leiki Íslands í riðlakeppni EM 2022. Um er að ræða miða á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni sem hafa losnað af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins og leikjanna.

Áhugasamir aðilar eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við KSÍ í gegnum midasala@ksi.is og tryggja sér miða.

Leikir Íslands í riðlakeppninni

Belgía - Ísland sunnudaginn 10. júlí á Manchester City Academy Stadium

Ítalía - Ísland fimmtudaginn 14. júlí á Manchester City Academy Stadium

Ísland - Frakkland 18. júlí á New York Stadium í Rotherham