• fim. 23. jún. 2022
  • A kvenna
  • Landslið
  • EM 2022

A kvenna - Opin æfing á laugardaginn

Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á EM á Englandi og af því tilefni verður blásið til opinnar æfingar á Laugardalsvelli á laugardaginn 25. júní klukkan 11:00. Þetta er kjörið tækifæri fyrir unga sem aldna aðdáendur að sjá hvernig landsliðið undirbýr sig fyrir stærsta svið Evrópu.

Eftir æfingu gefa leikmenn eiginhandaáritanir og hægt verður að taka myndir með stjörnunum okkar!

N1, Icelandair og Coke verða á svæðinu ásamt DJ Dóru Júlíu sem mun halda uppi stuðinu!

Við hvetjum alla stuðningsmenn og konur til að mæta og kveðja landsliðið í síðasta sinn fyrir EM!

Hliðin opna fyrir gestum klukkan 10:30.