• fim. 07. júl. 2022
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2022

Mættar til Englands

A landslið kvenna er komið til Englands og hefur hafið æfingar þar í lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni EM.  Hópurinn ferðaðist frá Nürnberg í Þýskalandi til Manchester á miðvikudag og tók fyrstu æfinguna á æfingasvæði sínu í Crewe í dag, fimmtudag.  Allir leikmennirnir tóku fullan þátt í æfingunni og hópurinn lítur vel út fyrir keppnina, sem hófst með opnunarleik Englands og Austurríkis á miðvikudag.

Allt um EM 2022