• fös. 08. júl. 2022
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2022

Ertu að fara á leikinn í Manchester á sunnudag?

Skilaboð til þeirra sem eru að fara á leik Belgíu og Íslands í Manchester á sunnudag:

- Verið örugglega búin að sækja UEFA Mobile Tickets appið og sækja miðana áður en haldið er á leikvanginn.

- Töskur og pokar sem eru stærri en A4 blað (210x297mm) eru ekki leyfðar inn á leikvanginn. Leggðu töskuna þína á A4 blað til að kanna stærðina ef þú ert í vafa.

- Manchester Fan Party í Piccadilly Gardens er opið 11:00 – 16:00 á leikdag, ókeypis aðgangur.

- Það er ekki hægt að greiða með reiðufé á leikvanginu (veitingar, varningur, o.s.frv.), eingöngu er hægt að greiða með snertilausum leiðum (kort eða sími).

Allt um EM 2022