• mán. 10. okt. 2022
  • Landslið
  • U17 kvenna

U17 kvenna - tap gegn Frakklandi

U17 kvenna tapaði 4-6 gegn Frakklandi í síðasta leik liðsins í fyrstu umferð undankeppni EM 2023.

Það var Ísabella Sara Tryggvadóttir sem skoraði þrjú mörk og Harpa Helgadóttir eitt.

Þetta þýðir að Ísland endar í neðsta sæti riðilsins og fellur því í B deild fyrir næstu umferð undankeppninnar. Í ljósi þess á liðið ekki möguleika á sæti í lokakeppninni næsta sumar, en þau sjö lið sem vinna sína riðla í A deild í annarri umferð undankeppninnar komast beint þangað.