• fim. 03. nóv. 2022
  • Landslið
  • A karla

A landslið karla komið til Sameinuðu arabísku furstadæmanna

A landslið karla er komið til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hefur hafið æfingar.  Liðið mætir Sádi Arabíu í vináttuleik í Abu Dhabi (SAF) sunnudaginn 6. nóvember og heldur svo til Suður-Kóreu og leikur gegn heimamönnum í nágrenni Seúl föstudaginn 11. nóvember.  Báðir leikirnir eru utan FIFA-glugga.  Um er að ræða fyrra nóvember-verkefnið af tveimur. 

Seinna nóvember-verkefni íslenska liðsins verður svo þátttaka í Baltic Cup þar sem leika Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen, auk gestaþjóðarinnar Íslands. Þar mætir Ísland Litháen í undanúrslitum og mætir svo annað hvort Eistlandi eða Lettlandi í úrslitaleik um sigur í mótinu eða í leik um 3. sætið. Leikdagarnir eru 16. og 19. nóvember og verður hópurinn fyrir það verkefni tilkynntur síðar.