• mán. 12. jún. 2023
  • Landslið
  • A karla
  • EM 2024

Æfingar hafnar

Leikmenn A landsliðs karla er komnir til landsins og er undirbúningur fyrir komandi leiki við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024 hafinn.  Æfingar fóru raunar af stað í síðustu viku og æfði rúmlega 20 manna hópur á Laugardalsvelli undir stjórn nýs þjálfara liðsins, Åge Hareide.  Síðustu leikmenn koma til æfinga í dag, mánudag og fer þá lokaundirbúningur í gang.

Íslenska liðið mætir Slóvakíu laugardaginn 17. júní kl. 18:45 og Portúgal þriðjudaginn 20. júní.  Báðir leikir hefjast kl. 18:45, báðir eru þeir auðvitað á Laugardalsvelli og báðir í beinni útsendingu á Viaplay.  Uppselt er á leikinn við Portúgal en miðasala á leikinn við Slóvakíu er opin á tix.is.

A landslið karla