• fös. 07. júl. 2023
  • Landslið
  • U19 karla

Mikilvægt jafntefli gegn Noregi

Íslenska U19 lið karla gerði mikilvægt jafntefli í sínum öðrum leik á EM á Möltu í kvöld.
Leikurinn var heldur jafn í fyrri hálfleik og var hörð barátta í báðar áttir. Bæði lið voru mjög sterk sóknarlega en lokatölur í hálfleik voru 0-0.

Íslenska liðið kom mun sterkara inn í seinni hálfleik og herjaði hart á norsku vörnina. Á 65. Mínútu fékk Noregur þó heldur umdeilt víti sem þeir nýttu sér vel og komust yfir með einu marki gegn engu.
Íslenska liðið var þó hvergi nærri hætt og lét þetta ekki hafa mikil áhrif á sig þar sem sóknarleikurinn jókst til muna sem endaði með því að Eggert Aron Guðmundsson skoraði frábært mark á 89. mínútu og voru því loka tölur 1-1. Mark Eggerts var ekki af verri gerðinni og er strax farið að tala um það sem mark mótsins.

Þessi niðurstaða þýðir að það sé allt enn opið í riðlinum þar sem Noregur á næsta leik við gríðarlega sterkt lið Spánar og Ísland spilar við Grikki sem sitja í neðsta sæti riðilsins.

Ísland – Grikkland mánudaginn 10. júlí klukkan 19:00, í beinni útsendingu á RÚV 2