• þri. 10. okt. 2023
  • Landslið
  • A karla
  • EM 2024

Mæta Lúxemborg og Liechtenstein

A landslið karla er komið saman til undirbúnings og æfinga fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2024, heimaleiki gegn Lúxemborg 13. október og gegn Liechtenstein 16. október.  Báðir leikir eru auðvitað á Laugardalsvelli og báðir leikir hefjast kl. 18:45.

Ísland og Lúxemborg hafa mæst 8 sinnum áður og hafa Íslendingar unnið 4 leiki, þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli og Lúxemborg hefur unnið einn sigur, en það var einmitt fyrri viðureign liðanna í undankeppni EM 2024.  Liechtenstein hefur Ísland mætt 10 sinnum og unnið 7 sigra, gert tvö jafntefli og tapað einu sinni.

Miðasala á báða leikina er í fullum gangi á vefsíðunni Tix.is og báðir leikir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport.

Miðasala á Tix.is

A landslið karla

Mynd:  Mummi Lú.