• fös. 08. des. 2023
  • Mannvirki
  • Stjórn

Frumáætlun um endurbætur á Laugardalsvelli

Á fundi stjórnar KSÍ 29. nóvember síðastliðinn var m.a. rætt um málefni Laugardalsvallar og aðstöðuleysi vegna haustleikja og vetrarleikja félagsliða og landsliða.

Rætt var um kostnað við leiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni og til hvaða aðgerða KSÍ hefur gripið til að reyna að lágmarka kostnað sambandsins, og um leikvöll fyrir umspilsleik A landsliðs kvenna í febrúar 2024. Stjórnin samþykkti að gefa framkvæmdastjóra KSÍ umboð til að óska eftir heimild UEFA til að leika heimaleik Íslands erlendis.

Lögð var fram frumáætlun um endurbætur á Laugardalsvelli sem Þorbergur Karlsson úr mannvirkjanefnd KSÍ vann fyrir stjórn KSÍ, þar sem er m.a. farið yfir kröfur UEFA og FIFA, greind eru möguleg vallaryfirborð (gras, hybrid gras og gervigras), farið yfir nauðsynlegar og löngu tímabærar endurbætur innanhúss, kostnaður greindur og tímaáætlun lögð fram.

Fundargerðir stjórnar