• fös. 22. des. 2023
  • Landslið
  • Mótamál

Knattspyrnan áberandi í kjörinu

Knattspyrnan er áberandi í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á þeim sem sköruðu fram úr á íþróttasviðinu á árinu 2023. Samtökin hafa birt nöfn þeirra einstaklinga og liða sem koma til greina í kjörinu í ár. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton fimmtudagskvöldið 4. janúar 2024.

  • Af tíu efstu í kjöri til íþróttamanns ársins koma þrjú úr knattspyrnunni, þau Glódís Perla Viggósdóttir, Jóhann Berg Guðmundsson og Sveindís Jane Jónsdóttir.
  • Af þremur efstu sem koma til greina sem þjálfarar ársins kemur einn úr knattspyrnunni, Arnar Gunnlaugsson þjálfara Íslands- og bikarmeistara Víkings R. í meistaraflokki karla.
  • Af þremur efstu sem koma til greina sem lið ársins eru tvö knattspyrnulið, meistaraflokkslið karla og kvenna hjá Víkingi R. Karlalið Víkings varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu og kvennalið Víkings varð bikarmeistari auk þess að vinna sigur í næst efstu deild.

Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 (stafrófsröð)

  • Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir
  • Anton Sveinn McKee, sund
  • Elvar Már Friðriksson, körfubolti
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti
  • Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti
  • Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti
  • Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund
  • Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar
  • Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti
  • Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar

Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins (stafrófsröð)

  • Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta
  • Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta
  • Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta

Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins (stafrófsröð)

  • Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta
  • Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta
  • Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta