• fim. 11. apr. 2024
  • Skrifstofa

Katrín Ómarsdóttir ráðin COMET-verkefnastjóri

KSÍ hefur ráðið Katrínu Ómarsdóttur tímabundið til starfa á skrifstofu sambandsins sem verkefnastjóra og mun hún hefja formlega störf 1. júní. Katrín mun hafa umsjón með innleiðingu á COMET, nýju móta- og upplýsingakerfi fyrir mótahald og aðra starfsemi sambandsins.

Verkefni:

  • Umsjón með innleiðingu nýs móta- og upplýsingakerfis (Comet - Competition Management Expert System) fyrir KSÍ og aðildarfélög ásamt samhliða innleiðingu á nýrri vefsíðu KSÍ.
  • Samskipti við þjónustuaðila (Comet) og notendur (fulltrúa KSÍ og fulltrúa aðildarfélaga).
  • Fræðsla til notenda (fulltrúa KSÍ og fulltrúa aðildarfélaga) og þjálfun í notkun Comet.
  • Stuðningur við notendur að innleiðingu lokinni.

Katrín á að baki árangursríkan knattspyrnuferil, m.a. sem atvinnumaður í Englandi og Svíþjóð, og hefur leikið 69 A-landsleiki (10 mörk) fyrir Ísland auk fjölmargra leikja fyrir yngri landslið. Hún hefur lokið BSc í viðskiptafræði frá háskólanum í Berkeley, Kaliforníu, og lýkur námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hjá Endurmenntun HÍ í vor, auk þess að vera með KSÍ C gráðu í knattspyrnuþjálfun.

KSÍ býður Katrínu velkomna til starfa.