• mán. 27. nóv. 2000
  • Fræðsla

Bjarni og Jörundur þjálfarar ársins

Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 24. nóvember s.l. voru Bjarni Jóhannsson þjálfari Fylkis og Jörundur Áki Sveinsson þjálfari Breiðabliks útnefndir þjálfarar ársins í Landssímadeildum karla og kvenna árið 2000. Bæði Bjarni og Jörundur Áki hafa lokið öllum stigum KSÍ í knattspyrnuþjálfun, þ.e. A, B, C, D og E stigum. Þá fengu Hörður Guðjónsson, Fylki, og Guðlaugur Baldursson, FH, viðurkenningar fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka félaga sinna.

Stjórn KÞÍ var öll endurkjörin á fundinum, en hana skipa Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður, Bjarni Jóhannsson varaformaður, Elísabet Gunnarsdóttir ritari, Ómar Jóhannsson gjaldkeri, Magnús Pálsson spjaldskrárritari, Njáll Eiðsson meðstjórnandi og Jóhann Gunnarsson meðstjórnandi.