• mán. 08. apr. 2024
  • Fræðsla

Málþing um verndun og velferð barna, unglinga og afreksfólks í íþróttum

Fimleikasamband Íslands og Háskólinn í Reykjavík halda málþing um verndun og velferð barna, unglinga og afreksfólks í íþróttum í Háskólanum í Reykjavík 12. og 13. apríl.

Málþingið snýr að því mikilvæga málefni, sem velferð og öryggi barna, unglinga og afreksmanna í íþróttum er. Málþingið mun veita víðtækan og fjölbreyttan vettvang fyrir hagsmunaaðila til að taka þátt í innihaldsríkum umræðum, deila bestu starfsvenjum og vinna saman að því að þróa áhrifaríkar lausnir sem tryggja betur öryggi og um leið velferð íþróttafólks á öllum aldri.

Meginmarkmið málþingsins:

  • Að fræða hagaðila og vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa enn frekar að velferð og heilsu barna og annarra iðkenda í íþróttum.
  • Að veita hagsmunaaðilum vettvang til að læra, deila þekkingu, bestu starfsaðferðum og reynslu af verndun íþróttafólks.
  • Að opna fyrir umræður um þær áskoranir sem íþróttafélög standa frammi fyrir við innleiðingu verndarráðstafana og hvernig sé hægt að leysa þær áskoranir.
  • Að leggja fram hagnýtar lausnir til að bæta vernd í íþróttum sem hagaðilar geta nýtt sér. Viðburðurinn mun fela í sér fyrirlestra, pallborðsumræður, vinnusmiðjur og viðburði til að treysta tengslanet þátttakenda.

Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna og kostnaður er 2500 krónur. Innifalið er hádegismatur á laugardeginum og kaffi báða dagana.

Skráning á málþingið fer fram hér.

Facebook viðburður málþingsins