• mán. 08. apr. 2024
  • Fræðsla

Ungmennaþing KSÍ verður haldið 21. apríl

Ungmennaþing KSÍ verður haldið í annað sinn sunnudaginn 21. apríl kl. 09:45 – 16:00.

Hvert félag má senda sex ungmenni fædd 2004-2011. Ungmennaráð hvetur félögin til að senda þrjár stelpur og þrjá stráka og reyna að dreifa þeim jafnt á hvern aldurshóp. Einnig eru félögin hvött til að huga að fjölbreytni þegar kemur að vali á ungmennum.

Umfjöllunarefnin í ár verða þrjú: Andleg heilsa, retention/hvernig höldum við ungmennum lengur í fótbolta og jafnrétti. Hvert umfjöllunarefni tekur um eina klukkustund og verður hópnum skipt niður á borð þar sem verður farið nánar í hvert umfjöllunarefni.

Skráning er hafin og er skráningarfrestur til 12. apríl.

Ef þú ert ungmenni fætt á árunum 2004-2011 og hefur áhuga á að mæta á ungmennaþing KSÍ hafðu þá samband við félagið þitt og láttu vita af þér!

Hér má sjá grófa dagskrá:

09:15-09:40

Mæting

09:45-10:00

Setning - Vanda Sigurgeirsdóttir

10:00-10:15

Salvör Nordal Umboðsmaður barna ávarpar þingið

10:15-11:15

Andleg heilsa - Grímur Gunnarsson sálfræðingur hjá KSÍ opnar umræðuna

Samfélagsmiðlar - Sturla Brynjólfsson

Sálfræðingar hjá liðum - Hafrún Kristjánsdóttir

Líkamsímynd - Karen Daðadóttir

Almennt um andlega heilsu - Grímur Gunnarsson

11:15-11:30

Sif Atladóttir ávarpar þingið

11:30-12:15

Skoðunarferð um svæðið

12:15-12:45

Matur

12:45-13:45

Retention/Hvernig höldum við ungmennum lengur í fótbolta? - Viðar Halldórsson opnar umræðuna

Að vera sjálfboðaliði - Hildur Björg sjálfboðaliði hjá Þrótti

Að vera þjálfari - Gunnar Borgþórsson þjálfari hjá Selfossi

Að vera dómari - Gunnar Jarl dómari

Að vera virkur þátttakandi í íþróttafélagi - Viðar Halldórsson

13:45-14:15

Landsliðsfólk í heimsókn

 

Telma Ívarsdóttir

Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson

14:15-15:15

Jafnrétti - Vanda opnar umræðuna

Iðkendur með fatlanir - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir þjálfari hjá Stjarnan/Öspin

LGBTQ+ - Sveinn Sampsted íþróttafræðingur og fræðari hjá Samtökunum 78

Innflytjendur - Atli Jónasson yfirþjálfari Leiknis R.

Jafnrétti kynjanna - Lára Hafliðadóttir frá Hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna

15:15-15:45

Samantekt og erindi frá Ungmennaráði

15:45-16:00

Lokaorð