• lau. 02. jún. 2001
  • Landslið

Öruggur sigur á Möltu

Það voru 3.554 áhorfendur sem lögðu leið sína á Laugardalsvöllinn í kvöld og sáu A landslið karla sigra Möltu 3-0 í undankeppni HM. Lið Íslands vann öruggan 3-0 sigur og hefur nú 9 stig í 3. riðli.

Leikmenn Íslands tóku stjórn leiksins strax í sínar hendur og áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu, sem Tryggvi Guðmundsson skoraði á 7. mínútu eftir góðan undirbúning Helga Sigurðssonar. Lið Möltu lék aftarlega á vellinum og freistaði þess að ná skyndisóknum, en þær voru fáar og báru lítinn árangur. Ríkharður Daðason skoraði annað mark Íslands á 38. mínútu og staðan í hálfleik því 2-0, Íslandi í vil. Hið sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, íslenska liðið hafði öll völd á vellinum en Malta varðist af krafti. Sóknarþunginn jókst stöðugt og þriðja markið kom á 68. mínútu, en þar var að verki Eiður Smári Guðjohnsen. Góður 3-0 vinnusigur á Möltu staðreynd og gott veganesti í leikinn gegn Búlgaríu á miðvikudaginn.

Byrjunarlið Íslands