• þri. 12. mar. 2002
  • Fræðsla

Íslandsleikar í knattspyrnu

Dagana 14. - 21. apríl n.k. standa Special Olympics samtökin í samvinnu við UEFA fyrir ?Knattspyrnuviku þroskaheftra? - "Special Olympics European football week". Special Olympics eru alþjóðasamtök þroskaheftra íþróttamanna og er Íþróttasamband fatlaðra fulltrúi samtakanna hér á landi. Knattspyrnuvikan er liður í átaki Special Olympics og UEFA til að auka fjölda þeirra einstaklinga sem knattspyrnu stunda, fatlaðra jafnt sem ófatlaðra. Þetta er í annað sinn sem slík vika er haldin, en á árinu 2001 tóku rúmlega 5 þúsund þroskaheftir knattspyrnumenn þátt í ýmsum knattspyrnuviðburðum tengdum knattspyrnuvikunni víðs vegar um Evrópu.

Íþróttasamband fatlaðra, í samvinnu við KSÍ, ?þjófstartar? knattspyrnuvikunni með því að halda Íslandsleika Special Olympics í knattspyrnu á Selfossi þann 16. mars n.k.

Nánar | Tímaáætlun