• mið. 31. júl. 2002
  • Landslið

Frábær sigur á Dönum

U17 landslið karla sigraði jafnaldra sína frá Danmörku með glæsibrag, 3-0, á Norðurlandamóti U17 landsliða karla. Markalaust var í hálfleik og jafnræði með liðunum þar til Hjálmar Þórarinsson komst einn í gegn og gerði fyrsta markið á 56. mínútu. Ragnar Sigurðsson bætti við marki á 76. mínútu og Hjálmar fyrirliði gulltryggði sigurinn með marki á síðustu mínútu leiksins. Glæsilegur sigur hjá okkar drengjum og gott veganesti fyrir síðustu umferðina í riðlakeppninni, sem fram fer á föstudag, en mótherjarnir eru Finnar. Leikjaniðurröðun og stöðu í riðlunum má skoða í valmyndinni hér til vinstri, undir Mótamál / Mót.