• fös. 14. mar. 2003
  • Fræðsla

Íslandsleikar Special Olympics

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu innanhúss fara fram í Reykjaneshöll 12. apríl næstkomandi. Leikið verður í 5 manna liðum á tveimur getustigum - flokki getumeiri og getuminni. Þátttökutilkynningar þurfa hafa borist skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra á tölvupósti eigi síðar en 7.apríl. Athygli er vakin því að skrá þarf keppendur í annan hvorn flokkinn, þannig að keppnin verði sem jöfnust og áskilur undirbúningsnefnd sér að geta fært lið milli flokka reynist þau ekki rétt flokkuð.

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu er samstarfsverkefni ÍF og KSÍ, en öll verðlaun eru gefin af Íslandsbanka sem er aðalstyrktaraðili Special Olympics á Íslandi