• fös. 07. nóv. 2003
  • Fræðsla

Fótboltahátíð fyrir stelpur í Egilshöll

Laugardaginn 8. nóvember á milli 13:00 og 18:00 fer fram fótboltahátíð fyrir stelpur í Reykjavík í Egilshöll. Það er Knattspyrnuráð Reykjavíkur sem stendur fyrir þessu útbreiðsluátaki meðal stúlkna í Reykjavík. Búið er að bjóða stelpum á aldrinum 6-16 ára á hátíðina með bæklingum sem var dreift í alla grunnskóla Reykjavíkur. Í boði verða knattþrautir, skothörkumælingar, skothittni í gegnum KSÍ dúkinn, keppni í að halda bolta á lofti, fótboltatrúðurinn sýnir kúnstir sínar og margt fleira. Klukkan 17:00 fer fram stjörnuleikur tveggja úrvalsliða úr Reykjavíkurfélögunum. Í framhaldi af þessu er stelpum boðið frítt á æfingar í einn mánuð hjá Reykjavíkurliðunum. KSÍ hvetur stelpur í Reykjavík að mæta á hátíðina.

Auglýsing | Dagskrá | Mynd af A landsliði kvenna