• mið. 11. feb. 2004
  • Fræðsla

Þjálfararáðstefna 10 sterkustu landsliða Evrópu

Helena Ólafsdóttir, þjálfari A landsliðs kvenna, mun sækja ráðstefnu fyrir þjálfara 10 sterkustu kvennalandsliða Evrópu, sem fram fer í höfuðstöðvum UEFA í Sviss fimmtudaginn 12. febrúar. Fundinn sækja m.a. Tina Theune-Meyer, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, og Marika Domanski Lyfors, þjálfari HM-silfurliðs Svía. Meðal fundarefnis er úrslitakeppni HM 2003 og fyrirkomulag Evrópukeppni landsliða.

Ísland er í 10. sæti í Evrópu samkvæmt styrkleikastuðli UEFA fyrir kvennalandslið (UEFA coefficient), sem reiknast miðað við árangur liðsins á undanförnum árum. Athugið að hér er ekki átt við styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið, sem fyrst var gefinn út á síðasta ári.