• þri. 10. maí 2005
  • Fræðsla

Áhersluatriði dómaranefndar KSÍ 2005

Áherslur dómaranefndar KSÍ 2005 eru svipaðar og verið hafa undanfarin ár og byggjast þær á eftirfarandi grunnatriðum:

- Vernda skal leikmenn fyrir alvarlega grófum og hættulegum leikbrotum.

- Gæta skal þess að að leikmenn séu ekki með uppgerð eða leikaraskap.

- Lögð er mikil áhersla á heiðarleika og háttvísi í íslenskri knattspyrnu.

Áhersluatriðin taka mið af knattspyrnulögunum, leiðbeiningum FIFA og UEFA, leiðbeiningum í nágrannalöndum og ekki síst reynslu fyrri ára hér á landi. Dómarar KSÍ munu hafa þessi atriði í huga í komandi leikjum frá og með 16. maí 2005 og er æskilegt að aðrir þátttakendur leikjanna kynni sér þau.

Áhersluatriði dómaranefndar 2005