• þri. 08. nóv. 2005
  • Fræðsla

Fjármálaráðstefna ÍSÍ 2005

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
isi_merki

ÍSÍ stendur fyrir fjármálaráðstefnu föstudaginn 11. nóvember kl. 16:00 - 18:00. Ráðstefnan fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardag, í fundarsölum á 3. hæð.

Lögð verður áhersla á að velta upp fjárhagsstöðu boltaíþrótta og því sem hefur gerst í fjárhagsmálum félaga á undanförnum árum. Meðal annars verður fjallað um hlutafélagavæðingu knattspyrnufélaga.

Málstofa 1 - salur E

Hlutafélagavæðing knattspyrnufélaga. Er það rétta leiðin?
Inngangur - Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ

Reynsla knattspyrnufélaga:

  • KR
  • Fram
  • Valsmenn

Ráðstefnan er ætluð öllum áhugasömum aðilum og sérstaklega þeim er koma að rekstri íþróttafélaga.

Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en óskað er eftir skráningu.

Nánari upplýsingar er að finna á vef ÍSÍ.