• fös. 17. mar. 2006
  • Fræðsla

Luka Kostic heimsækir aðildarfélögin

Luka Kostic
luca_kostic

Luka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ í hlutastarfi, hefur nú þegar hafið störf og mun fara í sínar fyrstu heimsóknir til aðildarfélaga í næstu viku.  Luka starfar einnig sem þjálfari U17 og U21 landsliða karla.

Á mánudag verður Luka í Reykjaneshöllinni í Reykjanesbæ (kl. 16:20), á þriðjudag verður hann á Höfn í Hornafirði (kl. 15:00) og á fimmtudag á Selfossi (kl. 17:30).

Starf Luka er tvíþætt:

  1. Í fyrsta lagi mun Luka heimsækja aðildarfélögin, halda erindi um knattspyrnuþjálfun, sýna þjálfurum æfingar úti á velli, vera til ráðgjafar og svara spurningum sem kunna að vakna.  Landshlutafulltrúar KSÍ munu verða Luka til halds og trausts þegar tækifæri gefast, en Luka mun jafnframt vera í sambandi við framkvæmdastjóra, yfirþjálfara og aðra þjálfara hjá viðkomandi aðildarfélögum vegna þessara heimsókna. 
  2. Í öðru lagi mun Luka halda æfingar með landliðsmönnum, landsliðskonum og landsliðsefnum (U-17, U-19 og U-21) í einstaklingsþjálfun.  KSÍ hefur óskað eftir samstarfi við aðildarfélögin í þessu verkefni, enda ekki gerlegt án samþykkis viðkomandi aðildarfélags/aðildarfélaga í hvert sinn. Að sjálfsögðu verður haft náið samband við þjálfara leikmanns (leikmanna) í hverju tilfelli og leitað eftir samþykki. Hér er fyrst og fremst um samvinnuverkefni að ræða þar sem markmiðið er að bæta okkar efnilegustu leikmenn enn frekar. 
Aðildarfélögum sem eru með skipulagt unglingastarf hefur verið skipt upp í svæði samkvæmt eftirfarandi:

Svæði 1:    

Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Reynir Sandgerði, Þróttur Vogum og Víðir.

Svæði 2:    

ÍA og Skallagrímur.

Svæði 3:    

Selfoss, Hamar, KFR (Hella/Hvolsvöllur) og Ægir Þorlákshöfn.

Svæði 4:    

KA, Þór, Dalvík, Húsavík, Grenivík og Ólafsfjörður.

Svæði 5:    

Víkingur Ólafsvík, Grundarfjörður og Snæfell.

Svæði 6:    

Ísafjörður og Bolungarvík

Svæði 7:    

Tindastóll, KS og Hvöt.

Svæði 8:    

ÍBV.

Svæði 9:    

Einherji, Huginn, Höttur, Valur Reyðarfirði, Þróttur N, Austri, Leiknir F og Neisti D.

Svæði 10:  

Sindri.

Svæði 11:  

Hörður Patreksfirði, Bíldudalur og Tálknafjörður.

Svæði 12:  

Haukar, Álftanes, FH, Breiðablik, HK og Stjarnan.

Svæði 13 

ÍR, Leiknir, Fjölnir, Fylkir og Afturelding.

Svæði 14:  

Fram, Víkingur, Þróttur, Valur, KR og Grótta.