• mán. 27. mar. 2006
  • Fræðsla

KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið á Egilsstöðum

Þjálfari að störfum
lidsheild4

KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið á Egilsstöðum helgina 31. mars - 2.apríl. 

Bóklegur hluti námskeiðsins fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum og verklegi hlutinn í Íþróttamiðstöðinni eða á sparkvelli.

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og því þurfa þátttakendur að hafa með sér útbúnað til knattspyrnuiðkunar, bæði fyrir innanhúsknattspyrnu og til að leika á sparkvelli.

Þátttakendur þurfa að hafa lokið framhaldsskólaáfanga í knattspyrnu með einkunnina 7.0 að lágmarki, eða hafa lokið við KSÍ I þjálfaranámskeið eða hafa lokið A-stigi í gamla þjálfaramenntunarkerfi KSÍ.

Fyrirhugað er að halda KSÍ III þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 28-30. apríl og því ættu þátttakendur á þessu námskeiði að geta tekið það námskeið í framhaldinu.

Námskeiðið kostar 14.000 krónur.  Hægt er að leggja inn á reikning KSÍ eða gera upp á staðnum við upphaf námskeiðs.

Reikningur KSÍ: 0101-26-700400

Kennitala KSÍ: 700169-3679

Skráning er hafin hjá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni fræðslustjóra KSÍ sem veitir allar nánari upplýsingar (siggi@ksi.is) eða í síma 510-2909, en við skráningu þarf að taka þarf fram fullt nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, GSM síma, nafn félags og netfang. 

Kennarar á námskeiðinu verða Þorlákur Árnason og Árni Ólason.  Árni Ólason tekur einnig á móti skráningum (861-9087 eða arniola@me.is)