• mið. 29. mar. 2006
  • Lög og reglugerðir
  • Agamál

Úrskurðaðir í tveggja mánaða bann

FH
FH_220

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 27. mars að úrskurða þjálfara meistaraflokks kvenna hjá FH í tveggja mánaða leikbann og einn meðlim kvennaráðs félagsins í tveggja mánaða bann frá öllum stjórnunarstörfum í knattspyrnu.

Eftir leik FH og Stjörnunnar í Deildarbikarkeppni KSÍ 4. mars síðastliðinn kom í ljós að FH skráði Elísabetu Pétursdóttur á leikskýrslu þrátt fyrir að hún tæki ekki þátt í leiknum.  Hið sanna er að Mist Elíasdóttir lék leikinn, en nafn hennar var ekki skráð á leikskýrsluna.  Mist Elíasdóttir var á þeim tíma leikmaður KR.

Sakir þessa ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum 27. mars, í samræmi við greinar 4.3.4. og 4.4.4. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, að úrskurða Dragi Pavlov, þjálfara FH í ofangreindum leik, í tveggja mánaða leikbann og Pétur Svavarsson, kvennaráði FH, í tveggja mánaða bann frá öllum stjórnunarstörfum í knattspyrnu.  Í báðum tilfellum gildir bannið frá 27. mars til og með 26. maí.

Jafnframt er félagið sektað um kr. 30.000.