• fim. 13. jún. 2019
  • Agamál
  • Lög og reglugerðir

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfestir 5 leikja bann Björgvins Stefánssonar

Þann 12. júní kom áfrýjunardómstóll KSÍ saman og tók fyrir mál nr. 1/2019 - Knattspyrnudeild KR og Björgvin Stefánsson gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.  Dómurinn staðfestir úrskurð aga- og úrskurðarnefndar um 5 leikja bann Björgvins Stefánssonar í mótum á vegum KSÍ og frá leikvelli Hauka að Ásvöllum.  Dómurinn fjallar ekki um sekt Hauka þar sem þeim hluta úrskurðar aga- og úrskurðarnefndar var ekki áfrýjað og því stendur sektin óhögguð.

Smellið hér til að skoða dóminn í heild sinni  

 

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net