• mán. 02. apr. 2007
  • Fræðsla

Sigurður Ragnar á UEFA Pro Licence námskeið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna
SiggiRaggi_og_Gudni

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri og landsliðsþjálfari, hefur fengið inni á UEFA Pro Licence þjálfaranámskeiði hjá enska knattspyrnusambandinu sem hefst í Warwick í Englandi 25. júní. 

Námskeiðið stendur yfir í alls 1 ár með staðbundnum lotum, fjarnámi, verkefnavinnu, símafundum, þjálfaradagbók, kennaraheimsóknum o.fl.  Alls voru 20 þjálfarar teknir inná þetta námskeið. 

Einungis einn Íslendingur er með UEFA Pro Licence þjálfaragráðu en það er Teitur Þórðarson þjálfari KR.  UEFA Pro licence er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA viðurkennir. 

KSÍ vonast til að geta boðið upp á UEFA Pro þjálfaramenntun á næstu árum, annað hvort á eigin vegum eða í samvinnu við enska knattspyrnusambandið.