• fim. 22. nóv. 2007
  • Fræðsla

Fram auglýsir eftir þjálfara

Fram
fram180

Fram FFR leitar að metnaðarfullum þjálfara til að taka að sér þjálfun 2. flokks karla fyrir tímabilið 2008.  Fram býður uppá fyrsta flokks æfingaaðstöðu í Safamýrinni, stórt grasæfingasvæði þar sem liðið leikur heimaleiki sína, nýjan gervigrasvöll ásamt góðri aðstöðu í íþróttahúsi félagsins, svo sem lyftingaaðstöðu.

Á árinu 2008 verður jafnframt hafinn undirbúningur að stofnun sérstaks afreksskóla ungra leikmanna og viðkomandi þjálfari gæti unnið skemmtilegt undirbúningsstarf við stefnumótun þess verkefnis ásamt þjálfurum meistaraflokks og stjórn félagsins.

Áhugasamir hafi samband við Brynjar Jóhannesson, Framkvæmdastjóra Fram.

brynjar@fram.is – gsm 894-7400