• mið. 28. nóv. 2007
  • Fræðsla

Þjálfaramenntun að aukast á landsbyggðinni

Íslandskort
island_kort

KSÍ hefur haldið mörg þjálfaranámskeið á utan höfuðborgarsvæðisins undanfarið og fleiri námskeið eru þar fyrirhuguð.
Það er ánægjulegt að félög víðs vegar að af landinu sýna enn aukin áhuga á því að halda þjálfaranámskeið og leggja ennþá meiri áherslu á góða þjálfaramenntun.   

Námskeiðin úti á landi hafa eðlilega verið fámennari en námskeiðin á höfuðborgarsvæðinu en engu að síður eru þau gríðarlega mikilvæg til að styðja við uppbyggingu knattspyrnunnar á landsvísu.  KSÍ mun reyna eftir fremsta megni að fara með þjálfaranámskeiðin út á landsbyggðina til að efla enn frekar menntun þjálfara þar og ljóst er að KSÍ mun ná betur til fjöldans með því að halda námskeiðin nær heimabyggð þjálfaranna.

KSÍ hefur verið í góðu samstarfi við lykilmenn í aðildarfélögunum í tengslum við þessi námskeið og hefur fengið afnot að aðstöðu og frábærar móttökur á öllum þessum stöðum.  Við þökkum kærlega fyrir okkur. 

KSÍ hefur haldið eftirfarandi þjálfaranámskeið á landsbyggðinni undanfarið:
KSÍ I á Akureyri 19-21. október,  14 þjálfarar luku námskeiðinu.
KSÍ I á Ísafirði 9-11. nóvember, 9 þjálfarar luku námskeiðinu.
KSÍ I á Reyðarfirði, 16-18. nóvember, 18 þjálfarar luku námskeiðinu.
KSÍ II á Akureyri, 19 þjálfarar luku námskeiðinu.

Að auki voru þjálfarar sem luku við KSÍ VII frá Norðurlandi og Vestmannaeyjum núna í ár og hafa því lokið KSÍ A gráðu.  Þau námskeið fóru einnig fram í þeirra heimabyggð.

Framundan eru eftirfarandi þjálfaranámskeið á landsbyggðinni:
KSÍ II á Reyðarfirði, 18-20. janúar 2008
KSÍ III á Akureyri, 25-27. janúar 2008

Nánari upplýsingar um þjálfaramenntun KSÍ veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is).