• þri. 15. jan. 2008
  • Leyfiskerfi

Öll félög í Landsbankadeild hafa skilað leyfisgögnum

Landsbankadeildin
lbd_2004_hvitt

Leyfisstjórn getur staðfest að öll félögin tólf sem hyggjast leika í Landsbankadeild karla 2008 hafa nú skilað inn fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi.  Skiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, var í dag 15. janúar, þannig að öll skiluðu þau gögnum innan tímamarka.

Leyfisstjórn mun á næstu dögum og vikum yfirfara gögnin, gera athugasemdir þar sem við á og sammælast við félögin um leiðir til úrbóta áður en umsóknirnar fara fyrir leyfisráð.

Næsti stóri dagur í leyfisferlinu er 20. febrúar, en þá ber félögunum að skila fjárhagslegum gögnum.