• fös. 19. des. 2008
  • Fræðsla

Grasrótarviðurkenningar KSÍ 2008

Grasrotarvidurkenningar_2008
Grasrotarvidurkenningar_2008

Í gær voru veittar grasrótarviðurkenningar KSÍ fyrir árið 2008 og voru viðurkenningarnar afhentar í höfuðstöðvum KSÍ.  Veittar voru viðurkenningar í fjórum grasrótarflokkum.

Grasrótarviðburður ársins: Þróttur – vegna Rey Cup Alþjóðlega knattspyrnumótsins.

Mótið var haldið í 7. skiptið í ár en Rey Cup mótið er eina alþjóðlega knattspyrnumót landsins í 3. og 4. flokki karla og kvenna. Í ár mættu 78 lið og þátttakendur voru um 1150 talsins.  Þó svo að knattspyrnan sé í fyrirrúmi á mótinu þá er margt annað í boði fyrir þátttakendur enda er yfirskrift mótsins "Fótbolti og fjör". 

Grasrótarviðburður ársins hjá fötluðum: Knattspyrnufélag ÍA.

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram 24. maí á Akranesi. Mikil þörf er á því að efla knattspyrnu fatlaðra á landsbyggðinni og þessi verkefni þar sem leitað er samstarfs við knattspyrnufélög á svæðinu geta án efa verið einn liður í því að efla þessa íþróttagrein á hverju svæði. 

Grasrótarviðburður ársins hjá eldri leikmönnum: ÍR

Drottningarmót ÍR – Þetta í annað skiptið sem það er haldið en tilgangur mótsins er að fá eldri fyrrverandi knattspyrnukonur saman til að leika knattspyrnu aftur þar sem gleðin ræður ríkjum. Í ár mættu 14 lið og keppendur voru um 130 talsins. 

Grasrótarviðburður ársins í Futsal: Víðir Garði.

Knattspyrnufélagið Víðir Garði er fyrsta félagið á Íslandi sem tók þátt Evrópukeppninni í Futsal. Það sýndi mikinn metnað að taka þátt fyrir Íslands hönd þrátt fyrir að Futsal knattspyrna hafi ekki verið stunduð lengi á Íslandi.

 

Viðtal við Einar Jón Pálsson, formann knattspyrnudeildar Víðis

Viðtal við Jórunni Frímannsdóttur, formann Þróttar R.

 

Grasrotarvidurkenningar_2008

Mynd: Frá afhendingu grasrótarviðurkenninga KSÍ 2008.  Frá vinstri: Guðlaugur Gunnarsson starfsmaður KSÍ, Sigrún Ríkharðsdóttir formaður knattspyrnufélags ÍA, Jórunn Frímannsdóttir formaður Þróttar, Berglind Jónasdóttir frá ÍR og Einar Jón Pálsson formaður knattspyrnudeildar Víðis.  Myndina tók Ásmundur Vilhelmsson.