• fös. 30. jan. 2009
  • Fræðsla

KSÍ aðili að dómarasáttmála UEFA

UEFA
uefa_merki

Á fundi framkvæmdarstjórnar UEFA í gær var samþykkt að KSÍ yrði aðili að dómarasáttmála UEFA. Sjö nýjar þjóðir voru samþykktar á þessum fundi og verður aðild KSÍ staðfest formlega með undirskrift síðar.

Það var í lok árs 2006 að Knattspyrnusamband Íslands sótti um aðild að sáttmálanum og hefur vinna staðið yfir síðan þá, í samvinnu við fulltrúa UEFA, að uppfylla ákvæði sáttmálans.

Með aðild að dómarasáttmálanum skuldbindur KSÍ til þess að vinna eftir gæðakerfi UEFA er lýtur að dómaramálum.  Í því felst m.a. menntun dómara á öllum stigum, nýliðun dómara, umgjörð dómara og þjálfun þeirra dómara sem lengra eru komnir.  Þá er einnig tekið á menntun eftirlitsmanna dómara.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir störf Knattspyrnusambands Íslands að dómaramálum og mikilvægt skref til eflingar dómaramála í landinu