• fös. 30. jan. 2009
  • Fræðsla

Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða hjá KR

KR
kr_merki

Íþróttasamband Fatlaðra er umsjónaraðili starfsemi Special Olympics á Íslandi.  Evrópusamtök Special Olympics og UEFA hafa byggt upp samstarf á sviði knattspyrnu fyrir fatlaða og en óskað var eftir því að aðildarlönd samtakanna starfi með knattspyrnusamböndum í hverju landi að þessu verkefni.

Samstarf ÍF og KSÍ hefur tengst Íslandsleikum Special Olympics og sparkvallaverkefni þar sem boðið er upp á opnar æfingar fyrir fatlaðra.  Markmið samstarfsins er að efla þátttöku fatlaðra í knattspyrnu og stuðla að því að knattspyrna sé í boði fyrir fatlaða um land allt.   

Þriðjudaginn 16. desember fóru fulltrúar KSÍ og ÍF á fund KR þar sem rætt var samstarf á þessu sviði.  Áhugi kom fram hjá KR að standa að æfingum fyrir fötluð börn og unglinga á árinu 2009. 

Mánudaginn 2. febrúar nk. munu hefjast  knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða hjá KR ,markmiðið er að gefa fötluðum börnum og unglingum tækifæri að vera virkir þátttakendur hjá almennu knattspyrnufélagi. 

Æfingatímar verða eftirfarandi: mánudagar kl. 20:30 fyrir eldri hóp (13 ára og eldri) og laugardagar kl. 15:30 fyrir yngri hóp (12 ára og yngri).

Jafnframt verður reynt að stuðla að því að þeir sem þess óska geti verið á æfingum með sínum jafnöldrum. Meginmarkmið er að skapa valkost sem gerir fötluðum börnum og unglingum kleift að vera virkir þátttakendur á æfingum hjá almennu knattspyrnufélagi og leika undir merkjum KR.

Nánari upplýsingar gefa Rúnar Kristinsson í síma: 5105306, e-mail rkr@kr.is  og Stefán Arnarson í síma: 510-5310 og e-mail stefan@kr.is