• fös. 27. mar. 2009
  • Lög og reglugerðir
  • Agamál

Ólöglegur leikmaður hjá ÍBV gegn HK/Víking

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Þórhildur Ólafsdóttir lék ólögleg með ÍBV í leik gegn HK/Víkingi. sem fram fór í Lengjubikar kvenna, 21. mars síðastliðinn.  Þórhildur var skráð í félag í Englandi. 

Í samræmi við ofangreinda reglugerð skulu úrslit leiksins standa óbreytt.