• fim. 27. ágú. 2009
  • Fræðsla

Fótboltastelpur úr Laugarnesskóla í heimsókn

Þær Margrét Erla Þórisdóttir, Silja Jónsdóttir og Hugrún Britta Kjartansdóttir fræddust um starfsemi KSÍ
Heimsókn Laugarnesskóli

Knattspyrnusambandið á marga góða granna í Laugardalnum og er Laugarnesskóli einn af þeim.  Í dag komu þrjár stúlkur úr 6. bekk skólans í heimsókn og fræddust um starfsemi sambandsins.  Heimsóknin var hluti af verkefni sem stúlkurnar og bekkjarfélagar þeirra eru að vinna sem felst í því að kynna sér fyrirtæki og vinnustaði í nágrenni skólans.

Stúlkurnar heita Margrét Erla Þórsdóttir, Silja Jónsdóttir og Hugrún Britta Kjartansdóttir og sjást hér að neðan með plakat af kvennalandsliðinu.  Þær Margrét og Silja æfa og spila fótbolta með Þrótti en Hugrún æfir ekki sem stendur en er dyggur stuðningsmaður vinkvenna sinna, sem er ekki síður mikilvægt.

Þær Margrét Erla Þórisdóttir, Silja Jónsdóttir og Hugrún Britta Kjartansdóttir fræddust um starfsemi KSÍ