• fim. 27. ágú. 2009
  • Fræðsla

Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ heldur áfram

Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Eddu Garðarsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur
Afing_fatladra_EG_HM_2008

Næstu tvo sunnudaga, 30. ágúst og 6. september, heldur sparkvallaverkefni Íþróttasambands fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands áfram með tveimur æfingum við Laugarnesskóla. Tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra karla og kvenna í knattspyrnu.

Opnar æfingar verða á sparkvellinum við Laugarnesskóla sunnudaginn 30. ágúst og sunnudaginn 6. september. Æfingar verða frá kl. 13.00 til 15.00. Leiðbeinendur verða: Marta Ólafsdóttir og María Ólafsdóttir. Landsliðsmennirnir Atli Viðar Björnsson og Gunnleifur Gunnleifsson mæta á æfinguna sunnudaginn 30. ágúst og verða iðkendum innan handar á æfingunni.

Allir geta verið með, byrjendur sem lengra komnir, stelpur og strákar.