• fim. 19. nóv. 2009
  • Leyfiskerfi

KA-menn vilja sigur í þessum leik

KA
KA

"Við viljum sigur í þessum leik" og "Áfram KA-menn!" er meðal þess sem Karl Örvarsson söng í KA-laginu um árið og það er greinilegt að KA-menn eru a.m.k. að gera góða hluti þegar kemur að skilum á leyfisgögnum.  KA varð í dag annað félagið í 1. deild til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2010.

ÍR varð fyrsta félagið til að skila leyfisgögnum fyrir 2010, áður en eiginlegt leyfisferli hófst, og í dag skiluðu svo Valsmenn sínum gögnum og urðu þannig fyrstir í Pepsi-deild.  Gögnin sem félögin hafa skilað snúa að öðrum þáttum en fjárhagslegum.  Þá er átt við þætti eins og uppeldi ungra leikmanna, lagalega þætti, starfsfólk og stjórnun og fleira.