• mán. 28. des. 2009
  • Leyfiskerfi

Það er komin samstaða, Hafnarfjarðarmafía ...

FH
FH_220

FH-ingar eru sjöunda félagið sem skilar fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2010.  FH-ingar eru fimmta félagið í Pepsi-deildinni til að skila.  Gögn FH bárust 23. desember, á Þorláksmessu.

Þegar Valsmenn skiluðu gögnunum í fyrra þann 18. desember, var sérstaklega vakin athygli á því að aldrei áður hafði það gerst hér á landi að leyfisumsækjandi skili gögnum fyrir jól.  Nú gerðist það að sex félög skiluðu gögnum fyrir jól, FH, Valur, Fylkir, KR, Keflavík, KA og ÍR, sem skilaði reyndar áður en eiginlegt leyfisferli hófst!

Þau gögn sem leyfisumsækjendur eiga að skila fyrir 15. janúar snúa að knattspyrnulegum þáttum (þjálfun og uppeldi ungra leikmanna), mannvirkjaþáttum (eignarréttur aðstöðu eða samningur um notkun, aðstaða áhorfenda, fjölmiðla og iðkenda), starfsfólki og stjórnun (starfslýsingar, ráðningarsamningar, menntun og reynsla) og lagalegum forsendum (lagalegur grundvöllur félags).

Fjárhagslegum gögnum er síðan skilað fyrir 20. febrúar.