• þri. 02. feb. 2010
  • Fræðsla
  • Dómaramál

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðabliki í nýju stúkunni

Breiðablik
Breidablik

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðablik verður haldið í nýju stúkunni  þriðjudaginn 9. febrúar   kl. 19:30.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Sá sem lýkur þessu námskeiði öðlast réttindi til þess að dæma í 4. flokki og neðar og getur einnig verið aðstoðardómari í 2. flokki.

Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Námskeiðið er ókeypis.