• þri. 16. mar. 2010
  • Leyfiskerfi

Sextán félögum veitt þátttökuleyfi

Knattspyrna á Íslandi
missing_badges

Fyrsti fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2010 fór fram í dag, þriðjudag, og voru teknar fyrir umsóknir 24 félaga um þátttökuleyfi - 12 i Pepsi-deild og 12 í 1. deild.  Gefin voru út þátttökuleyfi til handa 16 félögum.

Alls var 7 félögum í Pepsi-deild veitt þátttökuleyfi, og 9 félögum í 1. deild.  Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir ákvarðanir leyfisráðs varðandi þau félög sem fengu þátttökuleyfi.

Ákveðið var að gefa félögum með ókláruð atriði viku frest til að klára sín mál.  Þessi félög eru eftirtalin:  Fjölnir, Þróttur R., Selfoss, ÍBV, Breiðablik og Haukar.

Afgreiðslu leyfisumsókna nokkurra félaga var frestað um viku á meðan mannvirkjamál eru skoðuð nánar.  Rétt er að fram komi að ekki er gerð athugasemd við leyfisgögn þessara félaga.  Þessi félög eru eftirtalin:  Fjarðabyggð og Keflavík.

Jafnframt var ákveðið að gefa út þátttökuleyfi til handa þeim félögum sem uppfylla allar lykilkröfur.  Neðangreindum félögum voru veitt þátttökuleyfi:

Pepsi-deild

FH

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Fram

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Fylkir

Þátttökuleyfi veitt.

Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félagið verði beitt viðurlögum samkvæmt 8. grein leyfisreglugerðar þar sem krafa um aðstoðarþjálfara meistaraflokks og menntun hans er ekki uppfyllt.

Grindavík

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

KR

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Stjarnan

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Valur

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

 

1.deild

Grótta

Grótta undirgengst nú leyfiskerfið í fyrsta sinn og nýtur því eins árs frests til aðlögunar að kröfum kerfisins.  Félagið uppfyllir ekki fjárhagslegar kröfur leyfiskerfis KSÍ fyrir félög í 1. deild.  Umsókn Gróttu um þátttökuleyfi í 1. deild 2010 hefði því verið synjað ef félagið nyti ekki eins árs aðlögunarfrests.

HK

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

ÍA

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

ÍR

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

KA

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Leiknir R.

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Njarðvík

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Víkingur R.

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Þór

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.