• mán. 21. nóv. 2011
  • Leyfiskerfi

Grindvíkingar búnir að skila leyfisgögnum

Grindavík
grindavik

Grindavíkingar skiluðu til leyfisstjórnar á laugardag leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum.  Þar með hafa suðurnesjaliðin tvö í Pepsi-deildinni skilað, fyrst allra liða í ár, en Keflvíkingar skiluðu 15. nóvember.  Engin ástæða er fyrir önnur félög að örvænta, enda er lokaskiladagur þessara gagna 15. janúar.

Þau gögn sem félögin skila nú, með lokaskiladegi í janúar, snúa að öllum öðrum þáttum leyfiskerfisins en fjárhagslegum, þ.m.t. gögnum vegna mannvirkjamála, uppeldis og þjálfunar ungra leikmanna, læknisskoðunar leikmanna, ráðningarsamninga þjálfara og ýmislegt fleira.

Leyfisstjórn fer yfir gögnin og ef um einhverjar athugasemdir er að ræða er unnið með félaginu að úrlausn þeirra.