• fim. 08. mar. 2012
  • Leyfiskerfi

Fjárhagsgögn allra 24 félaga hafa nú borist

Þróttur R.
throttur_merki

Öll 24 félögin sem leika í efstu tveimur deildum karla og undirgangast þar með leyfiskerfi KSÍ hafa nú skilað fjárhagsgögnum sínum.  Þróttur R. skilaði sínum gögnum á miðvikudag og var hringnum þar með lokað.

Á meðal fjárhagsgagna sem skilað er nú eru áritaðir ársreikningar (könnunaráritun er krafan í 1. deild, en full áritun í Pepsi-deild) og ýmsar staðfestingar á engum vanskilum, m.a. við leikmenn og við önnur félög vegna félagaskipta.