• mán. 19. mar. 2012
  • Fræðsla

Hamar óskar eftir þjálfurum

Hamar
hamar_hveragerdi

Knattspyrnudeild Hamars í Hveragerði auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir 1 – 2 yngri flokka deildarinnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Þessa dagana er æft innahúss í íþróttahúsi bæjarins, en í vor færast allar æfingar út á gras-æfingasvæði.

Möguleiki er á áframhaldandi starfi næsta haust þegar æfingar hefjast í nýrri, glæsilegri og upphitaðri knattspyrnuhöll í Hveragerði.

Nánari upplýsingar gefur Ólafur Jósefsson yfirþjálfari í síma 821 – 4583, en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið olijo@internet.is